Ferill 361. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 361 . mál.


986. Frumvarp til upplýsingalaga.



(Eftir 2. umr., 17. maí.)



    Samhljóða þskj. 630 með þessari breytingu:

    8. gr. hljóðar svo:

Takmarkalaus upplýsingaréttur að tilteknum tíma liðnum.


    Veita skal aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.–3. tölul. 6. gr. eigi við.
    Veita skal aðgang að öðrum gögnum sem 4.–6. gr. taka til þegar liðin eru þrjátíu ár frá því að gögn urðu til, að frátöldum upplýsingum er varða einkamálefni einstaklinga, en aðgang að þeim skal fyrst veita að áttatíu árum liðnum frá því að þau urðu til. Þetta gildir þó ekki um sjúkraskrár og skýrslur sálfræðinga eða félagsráðgjafa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er þó heimilt að veita aðgang að slíkum skýrslum og sjúkraskrám til rannsókna eftir að þær hafa verið afhentar skjalasafni. Nefndin bindur slíkt leyfi þeim skilyrðum sem hún metur nauðsynleg hverju sinni.